Threads: Reykjavík

Manchester City of Literature project

Um Afsakið seríuna 

Fyrirgefðu hvað ég lagði illa, afsakaðu alla skóna, fyrirgefðu að ég gleymdi veskinu mínu, afsakaðu hvað ég var ströng, fyrirgefðu að ég elskaði þig ekki, afsakaðu hvað það er bjart hérna inni, fyrirgefðu að ég er á túr, afsakið að ég hafi ekki náð að strauja….Flestar þessara afskanna auk umtalsvert fleirum hefur listamaðurinn sagt upphátt sjálf líkt og margar aðrar konur í ómeðvitaðri tilraun til að passa inn í kynbundið kerfi þar sem konur þurfa biðjast fyrirgefningar.

Sísí hefur lengi haft mikinn áhuga á þeirri kvenlægu hefð að afsaka sig, móðir hennar og amma áttu það til að afsaka sig svo mikið að þær afsökuðu jafnvel sína eigin tilveru.

Listamaðurinn valdi miðilinn, bæði útsauminn sjálfan og efniviðinn upprunarlega út frá þægindum sökum móðurhlutverksins. Henni var mikilvægt að verk hennar væru nytjahlutir, sem fyrstu hundrað afsakanirnar voru, þær saumaði Sísí út í langa borðdúka þó flestar afsakanir séu nú innrammaðar. Upphaf seríunnar var í samtali við fortíðina; konur hugsuðu praktískt og gerðu eitthvað úr engu.

 

About the Excuses series 

“I am sorry I did such a bad job parking, I apologise for all the shoes, I am sorry that I forgot my purse, I apologise for being so hoarse, I am sorry that I did not love you, I apologise for how bright it is in here, I am sorry that I have my period, I apologise for not having the time to do the ironing…”

Many of these apologies are sentences by the artist herself as many other women have said out loud in an unconscious attempt to fit into a gendered system where women have to ask for forgiveness.

Sísí has a keen interest in the feminine tradition of apologising, her mother and grandmother took this to the extreme and used to apologise for the smallest thing, even their own existence.

The artist’s choice of media, both the embroidery itself and the material was originally dictated by the convenience of Sísí ́s role as a mother. It was important for her that the work would be a practical object, the first hundred excuses she embroidered into table clothes even though they are now mostly framed. But that beginning was because of how things were usually done in the past; women would think along practical lines and make something from nothing.

 


 

Hin Íslenska Litabók 

Falleg og einstök litabók úr smiðju listakonunnar Sísíar Ingólfsdóttir þar sem hver og ein mynd er handteiknuð. Í bókinni má finna 54 myndir sem sýna m.a. íslenska náttúru, þjóðlíf, menningu og hin ýmsu sérkenni íslensku þjóðarinnar. Sísí fékk ansi lausann taum við gerð bókarinnar og er bein tenging við Ísland því ekki alltaf auðlesinn. Henni tókst einnig að troða inn bæði eiginmanninum, uppáhalds þjóðsögunum, feminisma og listaverkum auk annars í litabókina.

 

The One and Only Icelandic Coloring book 

A unique and whimsical coloring book hand drawn by Icelandic artist Sísí Ingólfsdóttir where you can fin 54 pictures that show for example the Icelandic nature, a glimpse of their culture and history.

Sísí got a rather loose leash in making the book and therefore the connection to Iceland isn’t always easily seen. She managed to draw her husband, her favourite fairy tales, feminism and art and other things into the colouring book.

The colouring book is available to see and use in person at the Threads Exhibition, in the Histories Hub of Manchester Central Library.

 


 

Um listamanninn 

Sísí Ingólfsdóttir vinnur og starfar í Reykjavík, hún er listamaður og sjö barna móðir. Verk hennar sækja oft innnblástur úr einkalífinu og tjáir feminisma og móðurhlutverkið, oftar en ekki með húmorinn að vopni. Sísí er með BA gráðu í Listfræði og mastersgráðu í Myndlist.

 

About the artist 

Sísí Ingólfsdóttir is a Reykjavík based artist and a mother of seven. Her art takes inspiration from her personal life and expresses feminism and motherhood, often from a humoristic point of view. Sísí has a bachelor degree in Art History and Theory as well as a master of Fine Arts degree.